Slasaðist á ónýtum vegi

Hólsfjallavegur hefur verið ónýtur í allt sumar, að sögn lögreglu.
Hólsfjallavegur hefur verið ónýtur í allt sumar, að sögn lögreglu.

Austurrískur ferðamaður á mótorhjóli slasaðist síðdegis í gær á Hólsfjallavegi, um 20 km sunnan við Dettifoss. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnunia á Húsavík. Hjólið var óökufært eftir slysið. Vegurinn er búinn að vera ónýtur í allt sumar, að sögn lögreglunnar á Húsavík.

Ferðamaðurinn var á ferðalagi í félagi við annan á á Hólsfellsmelum þegar slysið varð. Hann var að fara yfir brúna á Hólsfellskíl og missti hjólið inn í miðjuna á brúnni. Hún var orðin illa grafin í drullu eftir votviðri síðustu daga.

Að sögn lögreglunnar hefur mikið verið kvartað vegna ástandsins á Hólsfjallavegi í sumar. Vegurinn var alveg eins og þvottabretti og komu margir með skemmda tjaldvagna til lögreglunnar eftir að hafa ekið veginn. Reynt var að laga veginn, en hann hefur hreinlega verið ónýtur í allt sumar, að sögn lögreglunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert