Annar snarpur skjálfti

Upptök skjálftanna eru merkt með stjörnu á þessu korti sem …
Upptök skjálftanna eru merkt með stjörnu á þessu korti sem tekið er af vef Veðurstofunnar.

Annar snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesi klukkan 00:16 í nótt. Sá mældist 2,6 stig samkvæmt vef Veðurstofunnar. Hálfri stundu fyrr varð jarðskjálfti, sem mældist 3,1 stig á svipuðum slóðum en hann átti upptök sín um 4,2 km austur af Keili. Margir litlir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Jarðskjálftahrinur hafa verið á Reykjanesi undanfarna mánuði. Stærstu sjálftarnir í þeim hrinum hafa verið rúmlega 4 stig á Richter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert