Illa barinn á þjóðhátíð

Þjóðhátíðarstemming í Herjólfsdal
Þjóðhátíðarstemming í Herjólfsdal mbl.is/Sigurgeir

Lögreglunni í Vestmannaeyjum var tilkynnt um alvarlega líkamsárás á þjóðhátíðarsvæðinu um tíuleytið í morgun. Sá sem fyrir árásinni nefbrotnaði og úr honum var barin ein tönn og önnur brotinn. Þá skarst hann á nefi.

Árásarmaðurinn náðist ekki en fórnarlambið veit hver hann er. Taldi hinn fyrrnefndi sig eiga óuppgerðar sakir við brotaþolann frá kvöldinu áður en hann vildi ekki kannast við þær. Hyggst hann kæra árásina. Lögreglan vinnur í málinu.

Almennur erill hefur verið hjá lögreglunni í Eyjum í morgun. Að sögn varðstjóra er veðurblíðan í Eyjum bandamaður laganna varða því skap fólks sé yfirleitt í samræmi við veðrið á þjóðhátíð. Nokkur bjartsýni er því í byrjun lokadags hátíðarinnar sem jafnan er sá fjörmesti.

Lögreglan í Vestmannaeyjum áætlar að fjöldi gesta á þjóðhátíð sé nú á þrettánda þúsund.  Enn streyma að þjóðhátíðargestir og eiga nokkur hundruð manns bókað með Herjólfi og flugi í dag. Því má búast við miklu fjölmenni á brekkusöngnum í kvöld.

Veður hefur verið afar gott í Eyjum alla helgina. Þó fór að rigna um klukkan 4 í nótt og það rigndi í um klukkustund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert