Þráinn meira en velkominn

Margrét Tryggvadóttir, Borgarahreyfingunni og Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðsflokki.
Margrét Tryggvadóttir, Borgarahreyfingunni og Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðsflokki. mbl.is/Ómar

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, segir Þráinn Bertelsson flokksbróðir sinn meira en velkominn í samstarfið á ný í pistli á heimasíðu sinni. Margrét kaus að sækja ekki félagsfund Borgarahreyfingarinnar í kvöld þar sem ræða átti klofninginn innan flokksins.

Margrét segir Þráinn ítrekað hafa hundsað fundarbeiðni flokksmanna frá því að ágreiningur í Evrópumálum kom upp. Henni þyki leitt „að lesa umræðuna og þá útreið sem hann fær“ þar með talið á vefsíðunni eyjan.is í dag. Von hennar sé „að félagar í hreyfingunni hafi ekki tekið þátt í þeim ærumeiðingum“.

Bréf Margrétar til flokkssystkina sinna er svohljóðandi: 

„Kæru félagar,

Í hádeginu í dag vorum við sem skipum þinghóp Borgarahreyfingarinnar boðuð á félagsfund nú í kvöld til að ræða klofning þinghópsins. Ég hef reynt að hafa það sem forgangsatriði að sækja félagsfundi Borgarahreyfingarinnar þótt ég hafi ekki komist á þá alla.

Það sem hér á hins vegar að ræða eru yfirlýsingar Þráins Bertelssonar í fjölmiðlum um að hann vilji ekki tala við okkur hin sem skipum þinghópinn með honum. Ég get engan veginn tekið að mér að svara fyrir hann og hans yfirlýsingar, hann verður að sjá um það sjálfur. Því tók ég þá ákvörðun að koma ekki á fundinn í kvöld, auk þess sem ég er ósátt við þann stutta fyrirvara sem ég fékk.

Ég get hins vegar greint frá minni hlið málsins. Forsöguna þekkja flestir en Þráinn var og er ósáttur við gjörning okkar við ESB atkvæðagreiðsluna. Það er hins vegar ekki rétt að við höfum ráðist í þá aðgerð án samráðs við hann. Við ræddum við hann áður en við létum til skarar skríða og hann gerði okkur ljóst að hann vildi ekki taka þátt í þessu og hélt ég að hann skyldi fullkomnlega á hverju afstaða okkar byggðist og virti ákvörðun okkar.

Samskiptin við hann þá daga sem hasarinn stóð yfir og fram yfir atkvæðagreiðsluna voru öll eins og best verður á kosið. Þráinn fór svo í útvarpsviðtal eftir atkvæðagreiðsluna þar sem hann sagðist ekki vita hvort hann hyggðist starfa með hinum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar áfram en ætlaði að taka sér frest fram yfir helgi til að melta það.

Mér fannst meira en sjálfsagt að gefa honum þann tíma. Sá tími hefur dregist á langinn.

Þráinn Bertelsson hefur verið boðaður á alla þinghópsfundi okkar síðan atkvæðagreiðslan fór fram en ekki mætt á einn einasta. Hann svaraði fundarboði á þann fyrsta, á mánudaginn 20. júlí, að hann myndi ekki mæta á þinghópsfundi en önnur svör hafa alla vega ekki borist mér. Við höfum ítrekað beðið um fundi með honum, sum okkar hafa hringt en aðrir sent bréf. Hann hefur aðeins einu sinni talað við okkur öll þrjú saman síðan þetta var en það var í matsal þar sem við báðum hann að ræða við okkur þingmáls sem kemur til kasta allsherjarnefndar en þar neitaði hann að ræða málið við okkur og var stuttur í spuna.

Mér þykir afar vænt um Þráinn og þætti miður ef hann sæi sér ekki fært að starfa með okkur. Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfa mig en að mínu mati er Þráinn meira en velkominn í samstarfið á nýjan leik. Þá þykir mér miður að lesa umræðuna og þá útreið sem hann fær t.d. á Eyjunni í dag og ég vona að félagar í hreyfingunni hafi ekki tekið þátt í þeim ærumeiðingum.

Verst þykir mér þó að þetta ósætti skuli taka frá okkur tíma og orku þegar svo margt annað skiptir svo miklu meira máli. Nú vofir Icesave yfir okkur og öllu máli skiptir að koma því máli í einhvern farveg sem við getum lifað við sem þjóð. Þótt málið sé enn ekki til lykta leitt þá held ég að það dyljist engum að þar hafi Borgarahreyfingin, þingmenn sem grasrót, þegar unnið þrekvirki þótt deila megi um sumar aðferðirnar.

Við skulum ekki gleyma því að þessum “glæsilega” samningi átti að lauma í gegnum þingið án þess að þingmenn fengju færi á að kynna sér hann og meiri hluti þingheims var sáttur við það vinnulag á þeim tíma.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig vind

Í gær, 23:14 Spáð er norðan- eða norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi á Suðausturlandi síðdegis á morgun og fram undir hádegi á föstudaginn. Vindur geti náð meiru en 25 metrum á sekúndu í hviðum við fjöll sem sé varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Meira »

Heimir fer 10 km í hjólastól

Í gær, 23:13 Nokkrir öflugir Eyjamenn, þar á meðal Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, ætla að taka þátt í áheitasöfnun Gunnars Karls Haraldssonar sem heitir á Reykjadal annað árið í röð. Þeir munu allir taka þátt í 10 km hlaupinu í hjólastól. Gunnar Karl kíkti í Magasínið og fór yfir forsöguna. Meira »

Lokanir svo klára megi malbikun

Í gær, 22:27 Þar sem ekki tókst af óviðráðanlegum ástæðum að klára malbikun á Hellisheiði sem ljúka átti í gær er stefnt að því að ljúka verkinu í kvöld og nótt. Meira »

Katalóninn sem kom inn úr hitanum

Í gær, 22:14 Jordi Pujolà starfaði árum saman sem fasteignasali í heimaborg sinni Barcelona þegar hann fann hjá sér þörf fyrir að breyta til og helga sig ritstörfum. Frá því hann fluttist til Íslands fyrir fjórum árum ásamt fjölskyldu sinni hefur hann skrifað tvær skáldsögur á spænsku þar sem Ísland er í brennidepli og notar hvert tækifæri til að kynna landið fyrir löndum sínum, m.a. heldur hann úti bloggi til gagns og gamans fyrir spænskumælandi túrista á Íslandi. Meira »

Mögulegt að skanna genamengi fósturs

Í gær, 22:02 Hægt verður í náinni framtíð að skima fyrir ýmsum gengöllum í fóstrum og í raun skanna allt genamengi ófædds barns með einu blóðsýni úr verðandi móður þess. Þessi tækni er í raun til staðar nú þegar og er notuð í löndunum í kringum okkur, meðal annars til að skima fyrir Downs-heilkenni. Meira »

Krónprinsinn fékk fyrirlestur hjá Völku

Í gær, 21:54 „Fyrir okkur sem erum tiltölulega ný þjóð í fiskeldi þá er mikilvægt að kynna sér nýjustu stefnur og strauma í þessum geira,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra sem var á fiskeldisráðstefnu í Noregi þegar blaðamaður náði af henni tali. Meira »

Óvenjulegir viðburðir Menningarnætur

Í gær, 21:14 Á Menningarnótt verða yfir 300 viðburðir í boði og sumir þeirra eru óvenjulegri en aðrir. Svo virðist sem að nóg sé í boði fyrir þá sem vilja fara ótroðnar slóðir og á viðburðasíðu Menningarnætur má finna ýmsa falda gersema. Til að mynda er boðið uppá sýningu ljótra gjafa, sögu skópara og „annars konar flugeldasýningu“. Meira »

Meira sig en gert var ráð fyrir

Í gær, 21:28 „Við erum þarna að lenda í ófyrirséðum hlutum sem við áttum ekki von á. Það er meira sig í lóðinni en við áttum von á sem gerir það að verkum að við höfum ekki getað farið með skóflur í hana í sumar. En áformin eru að öðru leyti óbreytt. Þetta hliðrast bara til í tíma. Meira »

Lífæðin í ljósmyndabók

Í gær, 21:00 „Höfn í Hornafirði er byggðarlag sem á mikið undir því að sjávarútvegurinn gangi vel. Greinin er að því leytinu til lífæð samfélagsins og af því sprettur nafn bókarinnar,“ segir Hjalti Þór Vignisson hjá Skinney-Þinganesi hf. Meira »

Hissa á viðbrögðum Landspítala

Í gær, 20:50 Þórdís Ingadóttir, lögfræðingur og formaður félags áhugafólks um Downs-heilkenni ræddi við Magasínið á K100 um mikilvægi umræðu um skimun eftir Downs-heilkenni þar sem hún gagnrýndi meðal annars viðbrögð Landspítala. Meira »

Afli strandveiðanna aldrei meiri

Í gær, 20:15 „Aflinn hefur aldrei verið meiri. Hann er núna 9.244 tonn og þar af er þorskur kominn í 8.800 tonn, sem er líka met, en þorskaflinn í fyrra endaði í 8.555 tonnum. Ég reikna með að hann fari alveg yfir 9.000 tonn núna.“ Meira »

Erum að festa hraðakstur í sessi

Í gær, 20:04 „Mér finnst þetta rosalega ljótt til að byrja með,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Pawel er ekki hrifinn af vegg sem rís nú milli Miklubrautar og Klambratúns en framkvæmdir hafa staðið yfir á Miklubraut í sumar. Meira »

Fjölbreytt dagskrá Menningarnætur

Í gær, 19:50 Yfir 300 viðburðir verða í boði á Menningarnótt og verður yfir hundrað tónleikum slegið upp um miðborgina og þrír stórtónleikar. Tónlistar- og menningarhátíðin verður haldin í 22. skipti næstu Helgi í Reykjavík, þann 19. ágúst. Borgarstjóri setur hátíðina við Veröld-hús Vigdísar. Meira »

Sex fá 100 þúsund krónur

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur upp á tæpa tvo milljarða króna gekk ekki út í Víkinga-lottói kvöldsins og sama á við um annan vinning upp á tæpar eitt hundrað milljónir króna og þriðja vinning upp á rúmar 3,6 milljónir. Jókervinningurinn upp á tvær milljónir fór ekki heldur neitt. Meira »

Halldór gefur ekki kost á sér

Í gær, 18:35 Halldór Halldórsson hyggst ekki gefa kost á sér sem oddviti sjálfstæðismanna Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Segist hann hafa metið stöðuna í sumarfríinu og tekið ákvörðun fyrir tíu dögum. Meira »

Enn í tjaldinu tveimur vikum síðar

Í gær, 19:33 Konan sem ákvað í byrjun ágúst að gista í tjaldi í Laugardalnum með syni sínum vegna húsnæðisskorts er enn í sama tjaldi, tveimur vikum síðar. Reykjavíkurborg hefur enn ekki tekist að leysa úr vanda hennar en það gæti þó gerst í lok þessarar viku. Meira »

Sjónvarpslaus júlí heyrir sögunni til

Í gær, 19:00 Nýlokinn júlímánuður var sá næststærsti í sögu Sjónvarps Símans frá upphafi og fjölgaði áskrifendum um helming frá sama mánuði í fyrra, auk þess sem áhorf jókst um 85%. Meira »

Bagalegt að biðlistar séu langir

Í gær, 18:26 Það er mjög bagalegt að langir biðlistar eftir afplánun í fangelsum landsins leiði til þess að dómar fyrnist. Þeir dómar sem fyrnast eru þó jafnan dómar fyrir smávægilegustu brotin enda er allt kapp og áhersla lögð á að þeir afpláni sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin segir dómsmálaráðherra. Meira »
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
Til sölu Man
Til sölu Man 26-440 árg 2012, ekin 300.000 km. Bíll í topp standi. Hjólabil 51...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...