Sáttmálinn marklaust plagg

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.
Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.

„Forsendur stöðugleikasáttmálans eru brostnar. Hann er marklaust plagg og var raunar allt frá upphafi, innihaldið var ekkert. Það var í raun verið að fífla launþega með því að semja um 6.500 króna launahækkun og skella um leið á þá kjaraskerðingum upp á tugi þúsunda, launalækkunum, gjaldskrárhækkunum og fleiru,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Vilhjálmur þingaði í morgun með forseta bæjarstjórnar Akraness og oddvita Framsóknarflokksins í bæjarstjórn vegna fyrirhugaðra sparnaðaráforma í rekstri bæjarins.

Þeirra á meðal eru verulegar breytingar á vinnutilhögun starfsmanna íþróttamannvirkja og skólaliða sem að mati formanns Verkalýðsfélags Akraness, VLFA, munu hafa umtalsverð áhrif á launakjör þessara hópa. Starfsmenn munu samkvæmt tillögunum lækka í launum um 10% til 15%.

Formaður VLFA sendi fyrir nokkru bæjarráði og bæjarstjórn Akraness bréf þar sem óskað er eftir því að skipaður verði vinnuhópur vegna sparnaðaraðgerðanna. Í þessum vinnuhópi auk bæjaryfirvalda yrðu fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að kjarasamningum við Akraneskaupstað auk trúnaðarmanna.

Oddvitar meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Akraness buðu formanni VLFA á sinn fund í morgun til að ræða fyrirhugaðar aðgerðir.

Sanngirni verði gætt

„Þetta var svo sem ágætur fundur. Ég gerði grein fyrir afstöðu okkar til tillagnanna og gerði alvarlegar athugasemdir við þessa fyrirætlan. Það hefur alltaf verið okkar skilningur að það ætti að slá skjaldborg um þá tekjulægstu. Viðmiðunartalan var 300 þúsund krónur en við höfum dæmi um einstakling sem er með um 280 þúsund krónur í mánaðarlaun sem þarf að sæta skerðingu upp á tæplega fjörutíu þúsund krónur á mánuði. Þetta er ekki sú sanngirni sem við gerum kröfu um að gætt verði,“ segir Vilhjálmur Birgisson.

Stéttarfélagið hefur kallað eftir upplýsingum um hvað forstöðumenn bæjarstofnana, kennarar, starfsmenn í stjórnunarstöðum og æðstu stjórnendur bæjarins þurfa að leggja af mörkum í hagræðingunni. Vilhjálmur segir að verið sé að vinna frekari tillögur á vegum bæjarins og ákveðið hafi verið að funda á ný þegar þeirri vinnu lýkur.

„Það er með hreinustu ólíkindum að það hafi verið undirritaður stöðugleikasáttmáli sem ríkisvaldið, verkalýðshreyfingin, samtök atvinnulífsins og sveitarfélög vitna ítrekað í. Ég velti því fyrir mér hvort það sé stöðugleiki að lækka laun starfsmanna um tugi þúsunda, hækka gjaldskrár sveitarfélaga, jafnvel um tugi prósenta á sama tíma og launafólk má sæta gríðarlegri skerðingu vegna hagræðingaraðgerða. Er þetta það sem menn kalla stöðugleika og státa sig af?;“ spyr formaður VLFA.

Jarðsyngur stöðugleikasáttmálann

Vilhjálmur Birgisson segist jarðsyngja stöðugleikasáttmálann, allar forsendur hans séu foknar út í veður og vind.

„Þetta er bara í mínum huga algjörlega marklaust plagg. Ég tók ekki þátt í gerð þessa plaggs og ég hef alla tíð verið mótfallinn því að fresta umsömdum launahækkunum. En minn skilningur var sá að með undirritun stöðugleikasáttmálans kæmu allir að borðinu. Það væri ekki hægt fyrir ríki, sveitarfélög, verslunareigendur, tryggingafélög og svo framvegis, að varpa öllum sínum vanda beint út í verðlagið á sama tíma og launþegar horfa fram á gríðarlegt tekjutap og stóraukna greiðslubyrði. Þetta er enginn stöðugleiki,“ segir formaður VLFA.

Hann segir að allir verði að koma að borðinu. Það gangi ekki upp að olíufélögin tilkynni um hækkun á eldsneytisverði upp á 4 krónur hvern lítra í dag, meðan starfsmennirnir sem dæla bensíninu þurfi að gefa eftir af sínum launum. Þetta fari beint út í vísitöluna og íbúðalán almennings hækki.

Engin von gefin 

„Ég óttast að ástandið á næstu vikum og mánuðum eigi eftir að verða alveg skelfilegt. Það styttist í að frystingum lána ljúki og öðrum skammtímaaðgerðum sem gripið var til. Þá mun fólk almennt ekki geta staðið undir greiðslubyrðinni. Og það er með ólíkindum að hlusta á félagsmálaráðherra tilkynna fólki það að ekki verði um neinar leiðréttingar á skuldum að ræða. Fólki er ekki gefin nein von. Opinberir aðilar, ríki og sveitarfélög, þau ætla bara að varpa vandanum yfir á launþegana og heimilin í landinu. Þeir tekjulægstu eiga að sitja eftir í launum með stóraukna greiðslubyrði. Þetta endar varla nema með stórri bombu. Ég held að verkalýðshreyfingin ætti að vakna, þetta gengur ekki upp,“ segir formaður VLFA.

Hann segir að það verði að koma fólki til hjálpar. Með einum eða öðrum hætti þurfi að leiðrétta gengistryggð lán sem fólk tók. Þar komi til greina að færa gengisvísitöluna niður og gefa fólki kost á að breyta gengistryggðum lánum í krónulán.

„Það verður a.m.k. að gera eitthvað því fólkið hefur enga möguleika á að mæta sínum vanda með aukinni vinnu eða öðru slíku, því er ekki til að dreifa. Þvert á móti er verið að þrengja að möguleikum fólks til þess, eins og dæmin sanna hér á Akranesi“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Skrifað var undir stöðugleikasáttmálann í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní sl.
Skrifað var undir stöðugleikasáttmálann í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní sl. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Smíði Viðeyjar RE miðar vel

23:33 „Þessu miðar ágætlega hjá okkur og við erum að miða við að skipið verði komið heim fyrir jól. Það er að styttast í prufukeyrslu á vélbúnaði og verður ljósavélum startað í vikunni.“ Þetta segir Þórarinn Sigurbjörnssyni, skipaeftirlitsmaður HB Granda á vef Granda í dag. Meira »

Stöðvuðu 20 fyrir of hraðan akstur

23:13 Lögreglan á Austurlandi hefur undanfarna tvo daga stöðvað rúmlega 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá þeirra sem hraðast ók var tekin á 134 km hraða í Skriðdalnum á leið sinni til Egilsstaða um kaffileytið í dag. Meira »

Sækja bætur vegna seinkunarinnar

21:53 Farþegar Primera Air sem lentu í eins og hálfs sólarhrings seinkun á flugi frá Tenerife á Kanaríeyjum um helgina hyggjast sækja bætur vegna seinkunarinnar. Lentu margir farþeganna í fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, en vélin, sem átti að lenda seinnipart laugardags, lenti klukkan 4 í morgun. Meira »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

21:30 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

Búið að yfirheyra manninn

17:12 Búið er að yfirheyra ungan karlmann sem var handtekinn í gær í Leifsstöð eftir háskalega eftirför frá Reykjanesbraut að flugstöðinni. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Meira »

Komið verði til móts við bændur

17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »

Af og frá að þrýstingi hafi verið beitt

17:12 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen var útilokaður sem sakborningur í máli þar sem Thomasi Möller Olsen er gefið að sök að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn, meðal annars af því ekki fundust lífsýni úr Birnu á fötum hans, líkt og á fötum Thomasar. Meira »
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Húsbíll til sölu
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
UTSALA TOYOTA RAV 4 MODEL 1995 TIL 2000 VARAHLUTIR
Framleiðandi-Toyota Tegund-Jeppi Ár-1995 Akstur-351.000 Eldsneyti-Bensín ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...