Sáttmálinn marklaust plagg

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.
Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.

„Forsendur stöðugleikasáttmálans eru brostnar. Hann er marklaust plagg og var raunar allt frá upphafi, innihaldið var ekkert. Það var í raun verið að fífla launþega með því að semja um 6.500 króna launahækkun og skella um leið á þá kjaraskerðingum upp á tugi þúsunda, launalækkunum, gjaldskrárhækkunum og fleiru,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Vilhjálmur þingaði í morgun með forseta bæjarstjórnar Akraness og oddvita Framsóknarflokksins í bæjarstjórn vegna fyrirhugaðra sparnaðaráforma í rekstri bæjarins.

Þeirra á meðal eru verulegar breytingar á vinnutilhögun starfsmanna íþróttamannvirkja og skólaliða sem að mati formanns Verkalýðsfélags Akraness, VLFA, munu hafa umtalsverð áhrif á launakjör þessara hópa. Starfsmenn munu samkvæmt tillögunum lækka í launum um 10% til 15%.

Formaður VLFA sendi fyrir nokkru bæjarráði og bæjarstjórn Akraness bréf þar sem óskað er eftir því að skipaður verði vinnuhópur vegna sparnaðaraðgerðanna. Í þessum vinnuhópi auk bæjaryfirvalda yrðu fulltrúar þeirra stéttarfélaga sem eiga aðild að kjarasamningum við Akraneskaupstað auk trúnaðarmanna.

Oddvitar meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Akraness buðu formanni VLFA á sinn fund í morgun til að ræða fyrirhugaðar aðgerðir.

Sanngirni verði gætt

„Þetta var svo sem ágætur fundur. Ég gerði grein fyrir afstöðu okkar til tillagnanna og gerði alvarlegar athugasemdir við þessa fyrirætlan. Það hefur alltaf verið okkar skilningur að það ætti að slá skjaldborg um þá tekjulægstu. Viðmiðunartalan var 300 þúsund krónur en við höfum dæmi um einstakling sem er með um 280 þúsund krónur í mánaðarlaun sem þarf að sæta skerðingu upp á tæplega fjörutíu þúsund krónur á mánuði. Þetta er ekki sú sanngirni sem við gerum kröfu um að gætt verði,“ segir Vilhjálmur Birgisson.

Stéttarfélagið hefur kallað eftir upplýsingum um hvað forstöðumenn bæjarstofnana, kennarar, starfsmenn í stjórnunarstöðum og æðstu stjórnendur bæjarins þurfa að leggja af mörkum í hagræðingunni. Vilhjálmur segir að verið sé að vinna frekari tillögur á vegum bæjarins og ákveðið hafi verið að funda á ný þegar þeirri vinnu lýkur.

„Það er með hreinustu ólíkindum að það hafi verið undirritaður stöðugleikasáttmáli sem ríkisvaldið, verkalýðshreyfingin, samtök atvinnulífsins og sveitarfélög vitna ítrekað í. Ég velti því fyrir mér hvort það sé stöðugleiki að lækka laun starfsmanna um tugi þúsunda, hækka gjaldskrár sveitarfélaga, jafnvel um tugi prósenta á sama tíma og launafólk má sæta gríðarlegri skerðingu vegna hagræðingaraðgerða. Er þetta það sem menn kalla stöðugleika og státa sig af?;“ spyr formaður VLFA.

Jarðsyngur stöðugleikasáttmálann

Vilhjálmur Birgisson segist jarðsyngja stöðugleikasáttmálann, allar forsendur hans séu foknar út í veður og vind.

„Þetta er bara í mínum huga algjörlega marklaust plagg. Ég tók ekki þátt í gerð þessa plaggs og ég hef alla tíð verið mótfallinn því að fresta umsömdum launahækkunum. En minn skilningur var sá að með undirritun stöðugleikasáttmálans kæmu allir að borðinu. Það væri ekki hægt fyrir ríki, sveitarfélög, verslunareigendur, tryggingafélög og svo framvegis, að varpa öllum sínum vanda beint út í verðlagið á sama tíma og launþegar horfa fram á gríðarlegt tekjutap og stóraukna greiðslubyrði. Þetta er enginn stöðugleiki,“ segir formaður VLFA.

Hann segir að allir verði að koma að borðinu. Það gangi ekki upp að olíufélögin tilkynni um hækkun á eldsneytisverði upp á 4 krónur hvern lítra í dag, meðan starfsmennirnir sem dæla bensíninu þurfi að gefa eftir af sínum launum. Þetta fari beint út í vísitöluna og íbúðalán almennings hækki.

Engin von gefin 

„Ég óttast að ástandið á næstu vikum og mánuðum eigi eftir að verða alveg skelfilegt. Það styttist í að frystingum lána ljúki og öðrum skammtímaaðgerðum sem gripið var til. Þá mun fólk almennt ekki geta staðið undir greiðslubyrðinni. Og það er með ólíkindum að hlusta á félagsmálaráðherra tilkynna fólki það að ekki verði um neinar leiðréttingar á skuldum að ræða. Fólki er ekki gefin nein von. Opinberir aðilar, ríki og sveitarfélög, þau ætla bara að varpa vandanum yfir á launþegana og heimilin í landinu. Þeir tekjulægstu eiga að sitja eftir í launum með stóraukna greiðslubyrði. Þetta endar varla nema með stórri bombu. Ég held að verkalýðshreyfingin ætti að vakna, þetta gengur ekki upp,“ segir formaður VLFA.

Hann segir að það verði að koma fólki til hjálpar. Með einum eða öðrum hætti þurfi að leiðrétta gengistryggð lán sem fólk tók. Þar komi til greina að færa gengisvísitöluna niður og gefa fólki kost á að breyta gengistryggðum lánum í krónulán.

„Það verður a.m.k. að gera eitthvað því fólkið hefur enga möguleika á að mæta sínum vanda með aukinni vinnu eða öðru slíku, því er ekki til að dreifa. Þvert á móti er verið að þrengja að möguleikum fólks til þess, eins og dæmin sanna hér á Akranesi“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Skrifað var undir stöðugleikasáttmálann í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní sl.
Skrifað var undir stöðugleikasáttmálann í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní sl. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Lokahnykkur hafnarframkvæmda

08:18 Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Meira »

Hafa þrek og þor í verkefnin

08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins segir að kosningarnar í haust muni meðal annars snúast um að leysa húsnæðisvandann, einkum hjá ungu fólki sem komist ekki út úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði vegna þess að það eigi ekki fyrir útborguninni. Meira »

Íslenskur lax fjarskyldur Evrópulaxi

07:57 Í nýrri grein sem birt var í Vísindariti Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES Journal of Marine Science, er greint frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á erfðafræði Atlantshafslax. Meira »

Boða aðgerðir í kynferðisbrotamálum

07:37 Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins leggur til víðtækar aðgerðir í lokadrögum að aðgerðaáætlun sem skilað hefur verið til dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen. Meira »

Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar

07:28 Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar í dag en óvissa er með ferðir skipsins til og frá höfninni klukkan 11 og 12.45 vegna flóðastöðu. Meira »

Grunaðir um ölvunar- og fíkniefnaakstur

07:14 Bifreið var stöðvuð í Hraunbæ um hálfeittleytið í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Meira »

Tæpar 5 milljónir fyrir kynningarrit

06:41 Reykjavíkurborg greiddi 4,8 milljónir króna fyrir kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í borginni sem var dreift í hús í vikunni. Meira »

Svört forsíða Stundarinnar

07:03 Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar er með óvenjulegu sniði í dag en hún er svört. Ástæðan er væntanlega lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin

06:28 Isavia kyrrsetti skömmu fyrir miðnætti flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum og eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

06:19 Einn maður slasaðist alvarlega í bílveltu í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Björgunarsveitir frá norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út eftir vegna manns sem hafði verið á leið til Ísafjarðar en ekkert spurst til. Bílinn fannst utan vegar í Álftafirði á ellefta tímanum. Meira »

Mikil rigning á Austfjörðum

06:10 Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum fram undir hádegi og má búast við vatnavöxtum ásamt auknum líkum á skriðuföllum. Meira »

Skoða afstöðu til gjaldtöku

05:30 Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. „Við erum að kanna afstöðu sveitarfélaga til þess hvaða leiðir eigi að fara til að fjármagna uppbyggingu. Meira »

Óheimilt að skerða bætur

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála felldi úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að skerða tekjutengd bótaréttindi ellilífeyrisþega á Íslandi vegna erlendra lífeyrissjóðsgreiðslna. Meira »

Girða fyrir svigrúm til skattalækkana

05:30 Verði kosningaloforð stjórnmálaflokkanna að veruleika verður lítið svigrúm fyrir skattalækkanir næstu ár.   Meira »

Tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík

05:30 Stefnt er að því að ylstrandir verði búnar til við Gufunes og við Skarfaklett. Tillaga borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur um að kanna möguleika á því að nýta heitt umframvatn til þess var samþykkt í borgarráði í gær. Meira »

Eykur áhættu í hagkerfinu

05:30 Mikil aukning ríkisútgjalda næstu misseri getur haft ýmar afleiðingar. Með því væri ríkið að örva hagkerfið á versta tíma í hámarki uppsveiflunnar sem myndi ógna stöðugleika og samkeppnishæfni landsins. Meira »

Suðurnesin skilin eftir í framlögum

05:30 Fjárveitingar ríkisins til helstu stofnana á Suðurnesjum eru mun lægri en það sem þekkist í öðrum landshlutum. Þetta er meðal þess sem rætt var á opnum fundi á vegum Reykjanesbæjar í Safnahúsinu í gærkvöldi. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn kostar mestu til

05:30 „Við erum að áætla að kosningarbaráttan geti kostað Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu 30 til 35 milljónir króna í heild, en það hvernig þessi útgjöld skiptast er ekki komið á hreint enn og því ótímabært að tala um það,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
FORD ESCAPE JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...