Þúsundir vilja greiðsluaðlögun

Þúsundir Íslendinga hafa sótt um eða ætla að láta reyna á hvort þeir eiga rétt á greiðsluaðlögun

Í greinargerð með frumvarpi ríkisstjórnarinnar var hinsvegar gert ráð fyrir að eitt til tvöhundruð Íslendingar ættu rétt á slíkri fyrirgreiðslu.

Fólki sem sækir um heimild til að leita eftir greiðsluaðlögun  eru skipaðir tilsjónarmenn úr hópi lögmanna sem mæla með þessu úrræði eða ekki eftir að hafa skoðað málið og kannað greiðslugetu fólks. Tilsjónarmenn fá greiddar 200.000 krónur frá ríkinu fyrir hvert mál óháð umfangi. Ólafur Björnsson lögmaður á Selfossi segir málin erfið og fólk komi niðurbrotið á fund lögmannsins og ef í ljós komi að það eigi ekki rétt á þessu úrræði eigi það oft erfitt með að meðtaka það.

Margt er enn óvíst um framkvæmd laganna og mörg prófmál  hafa risið og eiga eftir að rísa fyrir dómstólum. Ólafur segir tilsjónarmönnum falið mikið vald í kerfinu og  eins geri lögin miklar kröfur til skjólstæðinga oft óraunhæfar. Þá sé margt óljóst til til að mynda sé ekki ljóst hvort úrskurður um heimild til að leita greiðsluaðlögunar nægi til að stöðva fjárnám, aðför eða útburð eða hvort samþykki dómara þarf að liggja fyrir.  Ef svo sé þá sé líka komin á greiðslustöðvun þar sem öllum bankareikningum viðkomandi sé til að mynda lokað. Þetta þurfi því að liggja fyrir.

Málin er mörg og afar mismunandi. Eitt mál er fyrir dómstólum þar sem mælt er með algerri eftirgjöf skulda. Ólafur Björnsson segir að sé þá væntanlega rökstutt með þeim hætti að ekkert sé til skiptanna umfram brýnustu nauðsynjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert