Allir komust þjófarnir undan

Ekkert lát er á innbrotafaraldri á höfuðborgarsvæðinu.
Ekkert lát er á innbrotafaraldri á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Júlíus

Líkt og undanfarnar nætur þurfti að kalla út menn á bakvakt hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í nótt til að sinna tilkynningum um innbrot. Undir morgun hafði verið tilkynnt um fjögur slík, þrjú í heimahús og eitt fyrirtæki. Þjófarnir komust allir undan og eru málin á frumstigi rannsóknar.

Meðal annars var brotist inn í skartgripaverslun í miðbæ Hafnarfjarðar. Rúður voru brotnar og þaðan stolið ýmsum skartgripum. Varðstjóri hjá lögreglunni gat hins vegar litið tjáð sig um innbrotin í heimahúsin að svo komnu máli. Aðeins að þau hafi verið mannlaus þegar innbrotin áttu sér stað.

Að öðru leyti voru útköll lögreglu ekki fréttnæm, að mati varðstjóra, en tók fram að nóg hafi verið að gera eins og aðrar nætur á höfuðborgarsvæðinu.

Málefni lögreglunnar hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Meðal þess sem komið hefur fram er, að innan lögreglunnar minnast eldri starfsmenn þess hvernig ástandið var fyrir sameiningu embættanna á höfuðborgarsvæðinu með ekka. Sagt hefur verið að fyrir nokkrum árum hafi á milli 20-30 lögreglumenn verið á vakt í Reykjavík einni að nóttu til. Hending er hins vegar að fimmtán lögreglumenn séu á vakt á öllu höfuðborgasvæðinu í dag, fremur eru þeir nær tíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert