Lögregla stuggaði burt hústökufólki

mbl.is/Jakob Fannar

Lögregla vísaði í dag burt hústökufólki sem sest hafði að í húsi á Skólavörðustíg. Um er að ræða sama hóp fólks og áður hafði sest að í Vatnsstíg 4.

Húsið að Skólavörðustig hefur verið autt í talsverðan tíma. Lögreglu bárust kvartanir vegna ónæðis frá hústökufólkinu og eigandi hússins setti sig í samband við lögreglu og upplýsti að hann hefði ekki gefið fólkinu leyfi til þess að búa í húsinu.

Lögregla ákvað því að stugga fólkinu burtu og fór aðgerðin friðsamlega fram. Sami hópur lenti hins vega í átökum við lögreglu þegar ákveðið var að rýma Vatnsstíg 4 fyrr á árinu. Óeirðasveit lögreglunnar var þá kölluð til og voru nokkrir úr hópnum handteknir.

Eigandi hússins að Skólavörðustíg hyggst nú loka því tryggilega svo hústökufólk eða aðrir óviðkomandi geti ekki farið inn.

Frá aðgerðum lögreglu að Skólavörðustíg
Frá aðgerðum lögreglu að Skólavörðustíg mbl.is/Jakob Fannar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert