Bretar bjóða aðstoð við rannsókn á bankahruni

mbl.is

Sérstök rannsóknarstofnun í Bretlandi sem rannsakar fjársvik, Serious Fraud Office, hefur boðið embætti sérstaks saksóknara aðstoð við rannsókn á bankahruninu á Íslandi, að því er fram kemur á vefútgáfu breska dagblaðsins The Telegraph.

Þá hafa sérfræðingar SFO sett sig í samband við Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara bankahrunsins, og vilja þinga með henni um rannsókn á íslensku bönkunum og hruni þeirra.

Sérfræðingar SFO buðu fram aðstoð sína og samvinnu eftir að hafa kynnt sér lánaskýrslu Kaupþings sem lekið var á wikileaks.org. SFO beinir sjónum sínum m.a. að meintum sýndarviðskiptum Kaupþings við Kevin Stanford, Moises og Mendi Gertner.

Eiginleg rannsókn er ekki hafin á vegum SFO en sérfræðingar stofnunarinnar rýna mjög í rekstur föllnu bankana þriggja, Glitnis, Landsbanka og Kaupþings og viðskipti þeirra við bresk fyrirtæki og einstaklinga.

Umfjöllun Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert