Of mikið gert úr gjaldeyrisvarasjóði

Nærmynd

Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor við London School of Economics, og Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia háskóla í New York, segja alltof mikið gert úr mikilvægi þess að byggður sé upp stór íslenskur gjaldeyrisvarasjóður með lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og erlendum ríkjum. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 

Þar var haft eftir Jóni Daníelssyni að hann skildi ekki af hverju lægi svo mikið á að fá lánsfé til landins til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð. „Þessi lán eru að hærri upphæð en allur Icesave-pakkinn og núna þegar fólk virðist sammála um að við höfum ekki efni á að taka Icesave á okkur þá hlýtur að liggja ljóst að við höfum heldur ekki efni á að því að eyða þessum peningum í að styrkja krónuna. Það vita allir sem fylgjast með gjaldeyrismörkuðum að gjaldeyrisvarasjóður sem vitað er að má ekki eyða hefur engan tilgang.“

Segir hann tilganginn með samstarfinu við AGS fyrst og fremst vera það að skapa trúverðugleika á Íslandi. 

Jón Steinsson
Jón Steinsson
Jón Daníelsson
Jón Daníelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert