Vextir lækka hratt og vaxtamunur inn- og útlána eykst

Bestu vextir á óverðtryggðum og óbundnum innlánum hjá stóru ríkisbönkunum halda ekki lengur í við verðbólgu. Hún er nú um 11% en vextirnir aðeins 8-9%. Þetta er breyting frá því sem var í vetur. Bankavextir hafa almennt lækkað mikið á þessu ári og mun meira heldur en stýrivextir Seðlabankans og ársverðbólga.

Þá virðist vaxtamunur innlána og útlána vera að aukast. Útlánatap, gjaldeyrismisvægi í efnahagsreikningnum og lágir innlánsvextir hjá Seðlabankanum þrýsta í sameiningu á lægri vexti og meiri vaxtamun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert