Rúta dregin upp úr Krossá

mbl.is/Páll Guðmundsson

Skálaverðir í Þórsmörk aðstoðuðu fjölda ökumanna sem áttu í vanda með að komast yfir Krossá í vatnavöxtum þar um helgina. Í einu tilviki sat 40 manna rúta föst á vaðinu yfir í Húsadal og gróf sig þar niður. Farþegunum var bjargað á vörubílspall en rútan komst ekkert fyrr en hún var dregin upp með hjólaskóflu sem notuð hefur verið við hafnargerð í Bakkafjöru í Landeyjum.

Síðustu sólarhringa hefur verið hlýtt í Þórsmörk auk þess sem talsvert hefur rignt. Því hafa jökulár á svæðinu verið í hrokavexti og á föstudagskvöld og laugardag var talsvert um að fólk sem var á svæðinu kæmist hvorki lönd né strönd. „Nokkrir rútubílstjórar áttu í erfiðleikum að komast yfir jökulárnar, Jökulfallið og Krossá á vaðinu inn í Húsadal. Við Langadal skiptist áin í fleiri ála og því varð auðveldara að komast hér yfir,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.

Í gær var farið að sjatna í jökulánum í Þórsmörk og þær auðveldari yfirferðar. Raunar leggur Páll áherslu á að í flestum tilvikum sé svo, ef menn séu á þokkalega útbúnum bílum og aki eftir aðstæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert