Sama orkuverð og annars staðar

mbl.is/Ómar

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur skilað iðnaðarráðuneytinu umbeðinni skýrslu um hagrænt mat á áhrifum stóriðjuframkvæmda á íslenskt efnahagslíf.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að raforkuverð til álvera, samkvæmt ársreikningum Landsvirkjunar, sé á sama bili og annars staðar. Það er annað en fram hefur komið frá höfundum skýrslu Sjónarrandar ehf. fyrir fjármálaráðuneytið, að orkuverð til álvera hér á landi sé lágt og lítil þjóðhagsleg arðsemi sé af stóriðjuframkvæmdum.

Meðal helstu niðurstaðna skýrslu Hagfræðistofnunar er að flest bendi til að þjóðhagslega hagkvæmt verði að ráðast í stóriðjuframkvæmdir á næstu árum. Útlit sé fyrir slaka í hagkerfinu á þessu tímabili auk þess sem slíkar framkvæmdir muni hafa jákvæð áhrif á íslenskan vinnumarkað.

„Vegna þessa slaka er trúlegt að ruðningsáhrif slíkra framkvæmda verði minni en ella. Eigi að síður er nauðsynlegt að gaumgæfa vandlega þau áhrif sem fjárfestingar í stóriðju og orkuverum geta haft á gengi íslensku krónunnar á fjárfestingartímanum,“ segir í skýrslunni.

Leiðrétting

Ranglega er vitnað í áfangaskýrslu Sjónarrandar í fréttinni, að þjóðhagsleg arðsemi af stóriðjuframkvæmdum sé lítil. Þeir útreikningar hafa ekki verið birtir en þeirra má vænta í lokaskýrslunni síðar á árinu. Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi en fram kom í áfangaskýrslunni að arðsemi íslenskra orkufyrirtækja væri lítil í samanburði við önnur lönd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert