Sneisafullur Austurvöllur

Um klukkan 16:30 var fólk tekið að safnast saman
Um klukkan 16:30 var fólk tekið að safnast saman

Austurvöllur er nú sneisafullur af fólki en þar stendur yfir samstöðufundur InDefence-hópsins vegna Icesave-samkomulagsins. Um 3000 manns eru á staðnum. Nokkur hiti er í fólki en enginn æsingur og allt fer vel fram. Fundurinn hófst klukkan 17:00 en fólk var tekið að safnast saman um 16:30 og tók að berja trumbur og veifa skiltum og fánum.

Andrés Magnússon og Elínbjörg Magnúsdóttir hafa tekið til máls og Einar Már Guðmundsson og fleiri munu halda ræður.

Sátt hefur náðst í fjárlaganefnd um Icesave-málið og er reiknað með að breytingartillögum nefndarinnar verði dreift á Alþingi á laugardag eða mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert