21% fjölgun gesta í Viðey

Hestar voru fluttir út í Viðey og börnum boðið að …
Hestar voru fluttir út í Viðey og börnum boðið að bregða sér á bak. Heiðar Kristjánsson

Í sumar hafa Reykvíkingar og landsmenn allir komið í auknum mæli til Viðeyjar og notið þar náttúrunnar og kyrrðarinnar sem ríkir í þessari perlu Reykjavíkur, segir í tilkynningu frá Menningar og ferðarmálasviði Reykjavíkurborgar. Skipulagðir viðburðir hafi verið einkar vel sóttir af innlendum ferðamönnum og mikið hefur borið á að erlendir ferðamenn noti tækifærið og skreppi yfir sundin.

Alls komu 12.150 gestir til Viðeyjar fyrstu sjö mánuði ársins, þar af 3,835 í júlí sem er aukning um 21 af hundraði frá sama tíma 2008.  Mikið hefur verið lagt upp úr auka þjónustu við gesti með lagfæringu göngustíga, sýnilegri vegvísum og auknu framboði afþreyingar fyrir börn.
Í sumarlok verða Töðugjöld, á höfuðdaginn 29.ágúst. Þann dag verður uppskeru sumarsins fagnað að hætti Viðeyinga með leik, dansi, söng og margvíslegri skemmtan.

Í haust verður svo metnaðarfull dagskrá í Viðeyjarstofu þar sem boðið verður upp á tónleikaröð alla fimmtudaga, þá síðustu daginn áður en kveikt er á Friðarsúlu Yoko Ono.Í tilkynningunni er minnt á að allir viðburðir hausts og vetrar verða kynntir rækilega á www.videy.com


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert