Ramos í 30 daga fangelsi

Hosmany Ramos
Hosmany Ramos

Brasilíumaður, sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku með falsað vegabréf, var í dag dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir skjalamisnotkun. Maðurinn er eftirlýstur í Brasilíu fyrir fyrir ýmis afbrot.

Maðurinn heitir Hosmany Ramos, 65 ára að aldri. Hann kom til Íslands frá Ósló 8. ágúst en var á leið til Toronto í Kanada. Maðurinn framvísaði vegabréfi annars manns í vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli.

Ramos hefur m.a. verið dæmdur fyrir mannrán og morð. Smári Sigurðsson hjá Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra sagði við Ríkisútvarpið að haft verði samband við yfirvöld í Brasilíu og kannað hvort þau ætli að óska eftir því að hann verði framseldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert