Samkomulag að nást

Fjárlaganefnd Alþingis er að ljúka meðferð á Icesave-frumvarpinu.
Fjárlaganefnd Alþingis er að ljúka meðferð á Icesave-frumvarpinu. Ómar Óskarsson

Samkvæmt heimildum mbl.is hafa fulltrúar allra flokka í fjárlaganefnd, nema Framsóknarflokksins, samþykkt fyrirvara við frumvarp um ríkisábyrgð á lánum Tryggingasjóðs innstæðueigenda vegna útgreiðslu af Icesave-reikningum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Unnið er að lokútgáfu frumvarpstexta.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um það í nákvæmisatriðum, hvernig fyrirvararnir eru, en helst eru þeir efnahags- og lagalegir. Þá helst að tryggt sé að greiðslur vegna Icesave ógni ekki efnahagslegum stöðugleika landsins.

Samkvæmt heimildum mbl.is er nú reynt til þrautar að fá Framsóknarmenn til þess að samþykkja fyrirvara vegna málsins. Síðan hefur þegar komið fram hugmynd meðal þingmanna, og starfsmanna flokkanna á Alþingi, að kynna niðurstöðu fjárlaganefndar á sameiginlegum blaðamannafundi allra flokka á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert