Bílslys í grennd við Ólafsvík

Slökkviliðsmenn við hreinsun á veginum.
Slökkviliðsmenn við hreinsun á veginum. mbl.is/Alfons

Lögreglunni barst tilkynning á sjöunda timanum í morgun um að bílslys hefði orðið við Bug sem er rétt fyrir utan Ólafsvík.

Ökumaður fólksbifreiðar hafði misst stjórn á bíl sínum og rekist utan í sjóvarnargarð og kastast yfir á hinn vegarhelminginn.

Tveir ungir menn voru í bifreiðinni. Farið var með mennina til aðhlynningar á heilsugæslustöðina í Ólafsvík.

Ökumaðurinn var fluttur til Reykjavíkur til nánari skoðunar, en farþeginn fékk að fara heim eftir læknisskoðun

Að sögn lögreglunar var mesta mildi að ekki hafi orðið alvarlegt slys þar sem bifreiðin er gjörónýt og telur lögreglan að ekki hafi verið um hraðakstur að ræða.

Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út til þess að hreinsa olíu og hluti úr bílnum af veginum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert