FT: Ábyrgðin sameiginleg

Icesamningum mótmælt
Icesamningum mótmælt mbl.is/Ómar

Icesave samkomulaginu er líkt við Versalasamninginn á Íslandi ritar dálkahöfundurinn Andrew Hill í Financial Times í dag. Hann segir að Bretar hafi beitt Íslendinga hörku, eitthvað sem þeir hefðu aldrei gert gagnvart stóru ríki, til að mynda Indlandi. En indverskir bankar hafi á sama tíma og þeir íslensku verið að bjóða upp á útblásna vexti í Bretlandi.

En ábyrgðin er líka í höndum íslenskra yfirvalda, þeirrar ríkisstjórnar sem var við völd á Íslandi á þessum tíma og Fjármáaleftirlitsins. Ábyrgðin er því sameiginleg með breskum og íslenskum yfirvöldum. Með öðrum orðum er tími kominn á sameiginlega velvild, líkt og forsætisráðherra Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir, leggur til, ritar Hill í FT í dag. (En Jóhanna ritaði opið bréf í Financial Times sem birtist í netútgáfu FT í fyrrakvöld og í pappírsútgáfunni í gær). 

Í greininni neitar Jóhanna ásökunum um að Íslendingar hneigist til að halda að allt sem miður hefur farið megi rekja til samsæris Breta og Hollendinga. „Íslendingar, sem telja sig ekki bera ábyrgð á bankakreppunni í heiminum, eru tilbúnir að færa fórnir til að tryggja eðlileg tengsl og viðskipti við umheiminn. En þeir eru reiðir yfir því að þurfa að bera byrðarnar vegna Icesave-reikninga Landsbanka.“

„Vonandi gerir fólk í stórum löndum á borð við Bretland og Holland sér grein fyrir þeim varanlegu afleiðingum sem gerðir ríkisstjórna þeirra geta haft fyrir lítið land eins og okkar þegar miklir erfiðleikar steðja að því,“ skrifaði Jóhanna í grein sinni.

Verða gera sér grein fyrir sínum hlut í sorgarsögunni

Hill segir að þeir sem áttu innistæður á Icesave-reikningum í Bretlandi hafi fengið þær að mestu greiddar. Hann telur að breskir sparifjáreigendur eigi að gera sér grein fyrir sínum hlut sorgarsögunni. Eftir allt þá hafi enginn neytt þá til þess að leggja inn á Icesave-reikningana. 

Féllu fyrir kænskubragði markaðsmanna

Hill rifjar upp í greininni, að þegar hann hafi lagt það til á síðasta ári að þeir sparifjáreigendur sem hafi lagt háar fjárhæðir inn á Icesave-reikninga fengju samúð en ekki stuðning frá breskum stjórnvöldum, þá hafi margir reiðst þeim ummælum hans.

Þeir sem hafi verið skotspónn dálksins á þeim tíma hafi ekki verið venjulegir sparifjáreigendur sem áttu innistæður undir 35 þúsund pundum á Icesave-reikningum en þær fjárhæðir hafi verið tryggðar af Tryggingasjóði innlána á þeim tíma.

Heldur hafi greinarskrifin beinst gegn þeim sem áttu hærri fjárhæðir inni á reikningunum sem buðu upp á óeðlilega háa vexti. Þeir sparifjáreigendur hafi fallið fyrir kænskubragði markaðsmanna og stjórnvöld hafi ekki átt að þurfa að leysa þá úr snörunni. Flestir þessara viðskiptavina hafi sagt sökina allra annarra nema þeirra sjálfra, að sögn Hill.

Síðar samþykktu bresk stjórnvöld  að útvíkka reglur Tryggingasjóðs innlána og flestir hafi fengið greitt úr sjóðnum. Það ætti að auka líkurnar á því að hlustað verði á Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur óskað eftir því að Bretar og Hollendingar slaki á kröfum sínum gagnvart íslensku þjóðinni.

Versalasamningurinn var gerður við lok fyrri heimstyrkjaldarinnar árið 1919. Hann var gerður milli bandamanna og Þjóðverja og kvað á um að Þjóðverjar bæru ábyrgð á styrjöldinni. Þeim var gert að greiða háar stríðsskaðabætur til Bandamanna, láta lönd af hendi til Frakklands og Póllands, nýlendur voru teknar af þeim og takmarkanir voru settar á heimild Þjóðverja til að halda úti herliði.

Grein Hill í heild

mbl.is

Innlent »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á Stundina

19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Fleiri vilja halda í krónuna

18:02 Fleiri landsmenn eru andvígir því að evran verði tekin upp sem gjaldmiðill á Íslandi í stað krónunnar en eru hlynntir því samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var af Gallup fyrir samtökin Já Ísland sem hlynnt eru inngöngu í Evrópusambandið. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »

Samþykkja lögbann á fréttaflutning

17:40 Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst nú síðdegis á kröfu Glitnis HoldCo um að lögbann yrði sett á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr fallna bankanum. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »
Mercedes Benz 350 4matic 2006
Fallegur og vel með farinn station 4x4 ný dekk,bíll í topp standi. Ekinn aðeins ...
Renault Megan Classic 2008
Renault Megane 20007 - beinskiptur bensínbíll, ekinn um 96.000 km, vel við haldi...
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
 
Málþing
Tilkynningar
"Ekki fresta, hafðu samband" Málþin...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
L edda 6017101019 i
Félagsstarf
? EDDA 6017101019 I Mynd af auglýsing...