FT: Ábyrgðin sameiginleg

Icesamningum mótmælt
Icesamningum mótmælt mbl.is/Ómar

Icesave samkomulaginu er líkt við Versalasamninginn á Íslandi ritar dálkahöfundurinn Andrew Hill í Financial Times í dag. Hann segir að Bretar hafi beitt Íslendinga hörku, eitthvað sem þeir hefðu aldrei gert gagnvart stóru ríki, til að mynda Indlandi. En indverskir bankar hafi á sama tíma og þeir íslensku verið að bjóða upp á útblásna vexti í Bretlandi.

En ábyrgðin er líka í höndum íslenskra yfirvalda, þeirrar ríkisstjórnar sem var við völd á Íslandi á þessum tíma og Fjármáaleftirlitsins. Ábyrgðin er því sameiginleg með breskum og íslenskum yfirvöldum. Með öðrum orðum er tími kominn á sameiginlega velvild, líkt og forsætisráðherra Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir, leggur til, ritar Hill í FT í dag. (En Jóhanna ritaði opið bréf í Financial Times sem birtist í netútgáfu FT í fyrrakvöld og í pappírsútgáfunni í gær). 

Í greininni neitar Jóhanna ásökunum um að Íslendingar hneigist til að halda að allt sem miður hefur farið megi rekja til samsæris Breta og Hollendinga. „Íslendingar, sem telja sig ekki bera ábyrgð á bankakreppunni í heiminum, eru tilbúnir að færa fórnir til að tryggja eðlileg tengsl og viðskipti við umheiminn. En þeir eru reiðir yfir því að þurfa að bera byrðarnar vegna Icesave-reikninga Landsbanka.“

„Vonandi gerir fólk í stórum löndum á borð við Bretland og Holland sér grein fyrir þeim varanlegu afleiðingum sem gerðir ríkisstjórna þeirra geta haft fyrir lítið land eins og okkar þegar miklir erfiðleikar steðja að því,“ skrifaði Jóhanna í grein sinni.

Verða gera sér grein fyrir sínum hlut í sorgarsögunni

Hill segir að þeir sem áttu innistæður á Icesave-reikningum í Bretlandi hafi fengið þær að mestu greiddar. Hann telur að breskir sparifjáreigendur eigi að gera sér grein fyrir sínum hlut sorgarsögunni. Eftir allt þá hafi enginn neytt þá til þess að leggja inn á Icesave-reikningana. 

Féllu fyrir kænskubragði markaðsmanna

Hill rifjar upp í greininni, að þegar hann hafi lagt það til á síðasta ári að þeir sparifjáreigendur sem hafi lagt háar fjárhæðir inn á Icesave-reikninga fengju samúð en ekki stuðning frá breskum stjórnvöldum, þá hafi margir reiðst þeim ummælum hans.

Þeir sem hafi verið skotspónn dálksins á þeim tíma hafi ekki verið venjulegir sparifjáreigendur sem áttu innistæður undir 35 þúsund pundum á Icesave-reikningum en þær fjárhæðir hafi verið tryggðar af Tryggingasjóði innlána á þeim tíma.

Heldur hafi greinarskrifin beinst gegn þeim sem áttu hærri fjárhæðir inni á reikningunum sem buðu upp á óeðlilega háa vexti. Þeir sparifjáreigendur hafi fallið fyrir kænskubragði markaðsmanna og stjórnvöld hafi ekki átt að þurfa að leysa þá úr snörunni. Flestir þessara viðskiptavina hafi sagt sökina allra annarra nema þeirra sjálfra, að sögn Hill.

Síðar samþykktu bresk stjórnvöld  að útvíkka reglur Tryggingasjóðs innlána og flestir hafi fengið greitt úr sjóðnum. Það ætti að auka líkurnar á því að hlustað verði á Jóhönnu Sigurðardóttur sem hefur óskað eftir því að Bretar og Hollendingar slaki á kröfum sínum gagnvart íslensku þjóðinni.

Versalasamningurinn var gerður við lok fyrri heimstyrkjaldarinnar árið 1919. Hann var gerður milli bandamanna og Þjóðverja og kvað á um að Þjóðverjar bæru ábyrgð á styrjöldinni. Þeim var gert að greiða háar stríðsskaðabætur til Bandamanna, láta lönd af hendi til Frakklands og Póllands, nýlendur voru teknar af þeim og takmarkanir voru settar á heimild Þjóðverja til að halda úti herliði.

Grein Hill í heild

mbl.is

Innlent »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »

Yrðu dýrustu jarðgöng á Íslandi

17:10 Gjaldtaka á stofnleiðum í kring um höfuðborgarsvæðið gætu skapað svigrúm til að ráðast í brýnar samgönguúrbætur víða um land. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á opnum fundi á Reyðarfirði á mánudag. Meira »

Fjöldi borgarfulltrúa á dagskrá stjórnar

16:46 Frumvarp um breytingar á sveitastjórnarlögum er varða fjölda borgarfulltrúa í Reykjavík var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Frumvarpið er í óbreyttri mynd frá síðasta löggjafarþingi, en ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess þá m.a. vegna mikillar andstöðu Vinstri grænna og Pírata. Meira »

Handtóku byssumanninn við Ölhúsið

16:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann sem ógnað hafði öðrum manni með skammbyssu við Ölhúsið á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði sl. föstudag. Bíður hann nú skýrslutöku. Meira »

Jeppa stolið við Þróttaraheimilið

16:22 Jeppa af gerðinni Mitsubishi Pajero af árgerð 2007 var stolið við Þróttaraheimilið í hádeginu í dag. Númer bifeiðarinnar er OH-254. Lyklum að bifreiðinni var stolið úr búningsklefa í Þróttaraheimilinu, en bíllinn stóð læstur á bílastæði. Meira »

H&M skiltið fjarlægt í dag

16:09 Það voru mistök hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að heimila H&M auglýsingu á Lækjargötu. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér nú síðdegis, segir að málið hefði þurft frekari umfjöllun þar sem um álitaefni sé að ræða. Meira »

Heita laugin Guðlaug á þremur hæðum

15:35 Ístak mun sjá um byggingu nýrrar heitrar laugar við Langasand sem bera mun nafnið Guðlaug. Samningar hafa verið undirritaðir milli Akarnesskaupstaðar og Ístaks um framkvæmdina. Meira »

Hópmálsóknin aftur til héraðs

16:06 Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur vegna málsóknar þriggja hópa á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni og vísað málunum aftur til héraðs. Meira »

Eldisfyrirtæki greiði auðlindagjald

15:28 „Mér finnst ánægjulegt að það hafi náðst niðurstaða á milli ólíkra hagsmunaaðila. Það er ljóst að stefnan er að skapa bestu mögulegu skilyrði til uppbyggingar fiskeldis hér á landi.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Meira »

„Íslensk tunga aldrei í forgangi“

15:13 Eiríkur Rögnvaldsson íslenskuprófessor hefur staðið í bréfaskriftum við Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku hérlendis. Nýjasta dæmið um slíkt er risavaxin auglýsing sem fataverslunin H&M fékk leyfi til að setja upp á Lækjartorgi. Meira »

Segja bætur í sögulegu lágmarki

14:53 Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda að láta atvinnuleysisbætur ekki fylgja þróun lægstu launa og krefst þess að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar til samræmis við lægstu laun. Meira »

100 vantar enn til starfa

14:45 Enn á eftir að ráða fólk til starfa í yfir 100 stöðugildi í leikskólum borgarinnar. Á tveimur vikum hefur tekist að ráða í 24 stöðugildi af þeim 132 sem ómönnuð voru þá. Eftir standa 108 ómönnuð stöðugildi. Meira »

Óttarr sækist eftir endurkjöri

14:33 Stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð heldur ársfund sinn þann 2. september næstkomandi á Icelandair Hotel Natura í Reykjavík. Þar verður meðal annars kosið um formann og stjórnarformann flokksins. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sækist eftir endurkjöri sem formaður flokksins. Meira »

Fara ekki fram á miklar launahækkanir

14:03 Fyrsti fundur samninganefndar Skurðlæknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins var haldinn í morgun. Kjarasamningur félagsins rennur út 31. ágúst. Meira »

Vel nestuð þar til mötuneyti opnar

13:31 Nemendur í Snælandsskóla þurfa að mæta með nesti í skólann fyrir allan daginn fram til 11. september þegar mötuneytið opnar. „Við hljótum að lifa þessa örfáu daga af og taka með nesti. Foreldrar hafa almennt tekið vel í þetta og sýnt þessu skilning,“ segir skólastjóri. Meira »

Gjörbreyti möguleikum í Eyjum

14:28 Nýtt spennuvirki verður formlega vígt í Vestmannaeyjum nú klukkan þrjú. HS Veitur og Landsnet stóðu að framkvæmdinni og hefur spennustöðin þegar verið sett af stað. Meira »

Drónar flytja veitingar yfir Elliðaárvog

14:00 Stórt skref verður stigið í framþróun á drónatækni við heimsendingar í dag þegar netverslunin AHA gerist fyrst fyrirtækja á heimsvísu til þess að nota tæknina til vöruflutninga innan borgarmarka. Meira »

Ein kæra vegna veiðiþjófnaðar

13:25 Ein kæra vegna veiðiþjófnaðar liggur á borði lögreglunnar á Vesturlandi. Það er eina kæran sem lögreglu hefur borist í þremur af helstu laxveiðiumdæmum landsins. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
Biskupstungur. laust hús.
Eigum laus sumarhús næstu helgar. Rétt við Geysi og Gullfoss Rúm fyrir 6. Hund...
Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...