InDefence mun gaumgæfa málið

Frá samstöðufundi InDefence á Austurvelli í vikunni
Frá samstöðufundi InDefence á Austurvelli í vikunni Ómar Óskarsson

„Við viljum ekki láta neitt fara frá okkur fyrr en við erum búin að lesa þetta alveg í tætlur,“ segir Ólafur Elíasson, einn af félögum InDefence-samtakanna, um hvernig samtökunum hugnist lending fjárlaganefndar varðandi frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninganna. Hann segir að málið verði skoðað ofan í kjölinn og borið undir hagfræðinga og lögfræðinga, hér á landi og erlendis.

InDefence mun að sögn Ólafs taka afstöðu til frumvarpsins í núverandi mynd þegar það hafi verið gaumgæft í bak og fyrir.

Um þessar mundir segir Ólafur samtökin einbeiti sér meira af því að kynna málstað Íslendinga erlendis með greinaskrifum og öðru. „Nú þurfum að fylgja þessu eftir með málflutningi, það er það sem við setjum mest púður í,“ segir hann og kveður um fimmtíu sjálfboðaliða koma að þeirri vinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert