Syntu Grettissund

Frá Grettissundinu í dag
Frá Grettissundinu í dag

Sjósundkapparnir, Benedikt S. Lafleur og Sarah-Jane Emily Caird syntu svokallað Grettissund í dag. Lagt var af stað kl. 12.15 frá uppgönguvíkinni og komið í land á diskinum á Reykjarströnd og við Grettislaug, þar sem sundgarpar yljuðu sér eftir sundið.

Sarah-Jane synti vegalengdina á tæpum 3 klst. Benedikt synti á 3 klst og 25 mínútum. Hann misreiknaði örlítið lendingarstað og bar af leið og lenti í vandræðum með lendingu, sem gekk þó að lokum vel en seinkaði ferðinni, samkvæmt upplýsingum frá honum sjálfum.

Grettissundið er lengra sund en Drangeyjarsundið, um átta hundruð metrum lengra, eða 7,5 km, en Drangeyjarsundið er 6,7 km. l

Sarah-Jane er fyrsta konan til að synda Grettissund, samkvæmt upplýsingum frá Benedikt.

Sarah-Jane er fyrsta konan til að synda Grettissund
Sarah-Jane er fyrsta konan til að synda Grettissund
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert