Á 183 km í Hveradalabrekku

Myndin tengist fréttinni ekki
Myndin tengist fréttinni ekki Sverrir Vilhelmsson

Ökumaður var laust eftir miðnætti staðinn að ofsaakstri í Hveradalabrekku í umdæmi Selfoss lögreglunnar. Mældist hann á 183 kílómetra hraða. Var hann því færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðbirgða. Segir lögreglumaður á vakt að maðurinn hafi ekki verið undir áhrifum áfengis heldur „bara á einhverri hraðferð.“

Þá tók lögreglan á Selfossi einn fyrir ölvunarakstur í morgunsárið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert