N1 lækkar eldsneytisverð

N1 hefur ákveðið að lækka verð á bensíni og dísilolíu í dag. Lítri af bensíni lækkar um kr. 1,90 og lítri af dísilolíu lækkar um kr. 1,00. Ástæða þessa er lækkandi heimsmarkaðsverð á þessum tegundum, að því er segir í tilkynningu. Lítrinn af bensíni nú 189,90 krónur en algengt verð er 191,80 krónur hjá öðrum olíufélögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert