Veiðihundur stökkti þjófi á flótta

Frækinn veiðihundur af labradorkyni hrakti innbrotsþjóf á flótta um miðja nótt meðan heimilisfaðirinn sem var einn heima lá skelfingu lostinn í rúminu og hlustaði á aðfarirnar. Einu merkin um mannaferðir eftir að hundurinn hafði unnið sitt verk var blóð á veröndinni og brotin hurðarlæsing.

Tíkin Tara Líf er margverðlaunaður veiðihundur en þetta er í þriðja skiptið sem hún hrekur burtu óboðna gesti. Aldrei hafa þeir þó verið komnir inn í húsið fyrr.

Lögreglan sagði heimilisföðurnum að morguninn eftir hremmingarnar hefði maður leitað til læknis í nágrenni höfuðborgarinnar með hundsbit á fæti. Hann bar því við að svartur úlfhundur hefði ráðist á sig við Þingvallavatn. Ekki liggur fyrir hvort þarna var kominn innbrotsþjófurinn en hann vildi ekki leggja fram kæru eða ræða atvikið nánar við lækninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert