Hljómar eins og fjárkúgun

Vilhjálmur Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri Félags fjárfesta, segir stjórnendur Straums fjárfestingabanka hljóma eins og þeir séu að reyna fjárkúgun með tilboði sínu um háar bónusgreiðslur. Þeir eigi þátt í þroti bankans og þá skorti raunveruleikaskyn og þeir misbjóði þjóðinni.

Stjórnendur Straums  hafa kynnt kröfuhöfum áætlun sem gerir ráð fyrir að þeir fái bónusgreiðslur í samræmi við það sem endurheimtist af eigum bankans næstu fimm árin. Greiðslurnar eiga að nema frá 2,7 milljörðum til 10 milljarða króna.

Vilhjálmur bendir á að bónusgreiðslur í bönkum hafi farið úr böndunum á árunum fyrir hrun. Séu þessar kröfur réttar sé það út úr öllu korti. Starfsfólkið eigi sinn þátt í því að bankinn sé kominn í þrot. Þetta tilboð hljómi því eins og fjárkúgun. Fólkið sé tilbúið að greiða úr flækjunni gegn ofurgjaldi.

Hann segir þessa stjórnendur skorta allt raunveruleikaskyn. Þarna sé verið að misbjóða þjóðinni. Lyktir málsins velti hinsvegar á örlæti kröfuhafanna. Fjárkúgunin geti heppnast ef kröfuhöfum finnist þetta eðlilega boðið.

Stjórnendur vilja milljarða í bónus

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert