Ísland og Noregur myndi með sér bandalag

Bandamenn Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, ásamt Össuri Skarphéðinssyni, starfsbróður …
Bandamenn Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, ásamt Össuri Skarphéðinssyni, starfsbróður sínum. mbl.is/Eggert

Á norsku vefsíðunni opprop.no er að finna undirskriftalista þar sem lagt er til að Íslendingar og Norðmenn myndi með sér bandalag. Þegar þetta er skrifað eru um 250 búnir að skrifa undir, þar af margir Íslendingar.

„Látum Noreg og Ísland mynda með sér ríkjabandalag, það er besti kosturinn fyrir bæði löndin. Flýtið ykkur að bjóða öllum sem þið þekkið til að skrifa undir, áður en Ísland hafnar í ESB,“ segir á vefsíðunni. 

Þar kemur jafnframt fram að undirskriftarlistinn verði sendur öllum stjórnmálaflokkum í Noregi frá og með 10. ágúst sl. fram að 14. september, þegar kosið verður til þings í landinu.

Hér má lesa meira um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert