Frávísun myndi valda stjórnmálaóreiðu

Pétur Blöndal
Pétur Blöndal mbl.is

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi framsóknarmenn harðlega á Alþingi í morgun, fyrir að leggja fram frávísinartillögu við Icesave-frumvarpið. Ef hún yrði samþykkt, bættist stjórnmálaóreiða við önnur vandræði í samfélaginu. „Ég er sannfærður um að ef þessi frávísunartillaga yrði samþykkt, sem ég vona að verði ekki, þá félli ríkisstjórnin,“ sagði Pétur.

Pétur sagðist í andsvari við ræðu Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, vera mjög óhress með að Framsókn skyldi hafa brugðist í þeirri samstöðu sem hafði myndast meðal allra þingmanna um þær breytingartillögur sem brothættur meirihluti hafi náð fram með miklu harðfylgi.

Höskuldur sagði Sjálfstæðisflokkinn vera með tvær skoðanir á Icesave-málinu. Nú kæmi Pétur H. Blöndal fram og fullyrti að samþykkja þyrfti samningana vegna áhrifa málsins fyrir fyrirtækin í landinu. Í fjárlaganefnd hafi hins vegar komið fram að þessi fullyrðing væri órökstudd. „Allir fulltrúar atvinnulífsins, þeir komu fram og viðurkenndu að enginn þeirra hafði skoðað málið. Hver og einn einasti. Þeir töluðu út frá sinni persónulegu skoðun. Þetta er til í gögnum málsins,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert