Margir fluttu frá landinu

Fólksflutningar milli Íslands og Póllands voru talsverðir á fyrri hluta …
Fólksflutningar milli Íslands og Póllands voru talsverðir á fyrri hluta ársins. Myndin er af Swietokrzyski brúnni í Varsjá. Reuters

Á fyrri helmingi ársins 2009 fluttu 1.532 fleiri frá landinu en til þess. Á sama tímabili í fyrra fluttu hins vegar 2674 fleiri til landsins en frá því, að sögn Hagstofunnar. Frá landinu fluttu flestir til Póllands (1247), Danmerkur (676), Noregs (565) og Svíþjóðar (317). 

Á þessum sex mánuðum fluttu flestir til landsins frá Póllandi (667), Danmörku (540), Svíþjóð (151), Bretlandi (145) og Bandaríkjunum (117).

Hagstofan segir, að mikill munur hafi verið á búferlaflutningum karla og kvenna milli landa. Fyrstu sex mánuði ársins fluttu 1233 fleiri karlar frá landinu en til þess samanborið við en 299 konur. Kynjahlutfall landsmanna í heild færist nær hefðbundinni skiptingu hérlendis og var hinn júlí 1024 karlar á móti hverjum 1000 konum.

Mikið hefur dregið úr aðflutningi erlendra ríkisborgara síðustu misseri og fyrstu sex mánuði ársins var flutningsjöfnuður þeirra neikvæður um 761. Er það í fyrsta skipti frá árinu 1992 að flutningsjöfnuður erlendra ríkisborgara er neikvæður á fyrri helmingi árs. Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara var einnig neikvæður (-771) eins og hann hefur verið undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert