Súrál fauk um álverssvæðið

Höfnin við álverið í Reyðarfirði.
Höfnin við álverið í Reyðarfirði. mbl.is/ÞÖK

Bilun varð í löndunarbúnaði þegar verið var að landa súráli við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði snemma í morgun. Haugur af súráli féll niður á tanka á svæðinu. Logn var þegar þetta gerðist en þegar hvessti fór að fjúka úr haugnum.

„Þetta fauk nokkra metra um svæðið. Það er ekki vitað til þess að þetta hafi farið út fyrir svæðið eða á einhverja bíla. Menn hafa ekki heyrt af því,“ segir Erna Indriðadóttir.

Hún segir að hreinsun hafi hafist strax og að vonandi ljúki henni í nótt eða fyrramálið.

Alls voru 37 þúsund tonn af súráli í skipinu. „Þetta tafði löndun í svolitla stund en tafir höfðu einnig orðið vegna rigningar því að þá er ekki hægt að landa. En það var byrjað að landa um leið og búnaðurinn hafði verið lagaður. Löndun er nú lokið,“ tekur Erna fram.

Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ljósmynd/Emil Þór
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert