Mikilvægt að byrja vel

Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, með liðinu
Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, með liðinu mbl.is/Golli

 „Við teljum að það þurfi lágmark 4 stig til að komast áfram úr riðlinum, en ef við náum 6 stigum erum við pottþétt með að komast áfram. Auðvitað stefnum við að því að vinna alla okkar leiki og förum í hvern leik fyrir sig með það að markmiði,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, þegar Morgunblaðið ræddi við hann um leikinn mikilvæga gegn Frökkum í úrslitakeppni EM í dag.

„Það er mikilvægt að byrja mótið vel. Þetta verður afar erfiður leikur, liðin eru áþekk að styrkleika að mínu mati, en ef við förum vel af stað, eru okkur allir vegir færir. Ef okkur gengur illa, fáum við ekki mörg tækifæri til að bæta fyrir það,“ sagði Sigurður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert