Góð eldsneytiskaup á Selfossi

Athygli hefur vakið að verð á eldsneyti hjá sjálfsafgreiðslustöðvum hefur um hríð verið lægra á Selfossi en á höfuðborgarsvæðinu. Var munurinn í gær fjórar til fimm krónur og rúmar 8 krónur á sunnudag. Aðspurðir sögðu talsmenn Atlantsolíu og ÓB að þarna væri einfaldlega um eðlilega samkeppni að ræða.

Ingvi Ingvason, rekstrarstjóri hjá Bensínorkunni, sagði Atlantsolíu hafa lækkað verðið á Selfossi og Orkan þá fylgt í kjölfarið. Þetta gerist oft í samkeppninni og misjafnt hvað menn haldi lengi út. „Það er misjafnt hver byrjar,“ segir hann. „Þarna er Atlantsolía að reyna að ná einhverjum markaði og er greinilega í einhverjum vandræðum með þessa dýru stöð sem þeir byggðu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert