Hinir vammlausu

Hinir vammlausu tala fyrir sig, segir Ögmundur Jónasson um þau ummæli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors í stjórnmálafræði á Rás tvö að ef einhverjir eigi að biðjast afsökunar þá séu  það þeir sem gerðu Icesave samningana.

Hannes var spurður hvort Kjartan Gunnarsson skuldaði þjóðinni afsökunarbeiðni vegna Icesave en  svaraði því til að fjármálaráðherra ætti að biðjast afsökunar á því að hafa sett óhæfa samningamenn í Icesave nefndina.

Steingrímur J. Sigfússon segist hafa gaman að Hannesi og hans söguskýringum. Hann segir að sér hafi skilist af viðtalinu að það væru allir sekir á Íslandi nema einn maður. Það sé útgáfa Hannesar af veruleikanum. Hann verði bara að eiga hana fyrir sig. Og hann segist ekki hafa í hyggju að biðjast afsökunar.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að ef einhver einn maður eigi að biðjast afsökunar þá sé það hugmyndafræðingur þeirrar hugmyndaiðju sem tveir flokkar hafi staðið fyrir hér árum saman. Sá maður sé Hannes  Hólmsteinn Gissurarson. Hann hafi rutt  brautina fyrir alla vitleysuna.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert