Segja að ríkisstjórnin verði að verja Sementsverksmiðjuna

Sementsverksmiðjan Akranesi
Sementsverksmiðjan Akranesi

Verkalýðsfélag Akraness telur að ríkisstjórn Íslands verði að standa vörð um Sementsverksmiðjuna. Fjallað var um málefni Sementsverksmiðjunnar á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en málshefjandi var Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Líkt og mbl.is hefur fjallað um að undanförnu glímir Sementsverksmiðjan við rekstrarerfiðleikasökum samdráttar á byggingarmarkaði.

Jón segir alvörumál verði Íslendingar háðir innflutningi á sementi. Mjög mikilvægt sé að grípa til aðgerða til að tryggja framtíð íslenskrar sementsframleiðslu. Formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnar innilega þessum jákvæðu viðbrögðum ráðherrans, að því er fram kemur á vef Verkalýðsfélags Akraness.

Sjá nánar á vef Verkalýðsfélags Akraness

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert