Árni Helgason vill stýra Heimdalli

Árni Helgason
Árni Helgason

Árni Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Kosningar fara fram á aðalfundi Heimdallar í næstu viku en núverandi en núverandi formaður, Fanney Birna Jónsdóttir sækist ekki eftir endurkjöri.

Árni Helgason hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra þingflokks sjálfstæðismanna frá árinu 2007 en lét nýverið af því starfi og réði sig til starfa hjá starfa hjá lögfræðistofunni JS-lögmenn.

Árni sat í stjórn Heimdallar starfsárið 2006-7 og hef setið í framkvæmdastjórn SUS undanfarin tvö ár.

„Ástæða þess að ég óska eftir stuðningi í embætti formanns félagsins er sú að ég vil leggja mitt af mörkum til þess að vinna hugsjónum frelsis og einkaframtaks fylgis meðal ungs fólks. Á tímum þegar stór hluti atvinnulífsins er kominn í hendur hins opinbera, svartsýni ríkir og ungt fólk veltir fyrir sér framtíð sinni á þessu landi þarf að vera til staðar öflugt félag ungs fólks sem berst gegn höftum og helsi,“ segir í yfirlýsingu Árna Helgasonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert