Lagarammi fjárhættuspila endurskoðaður

 Fastanefnd dómsmálaráðuneytis um happdrættismál vinnur nú að endurskoðun laga um happdrættismál, getraunir, fjárhættuspil og veðmálastarfsemi hér á landi. Meðal þess sem til skoðunar er mun vera lagarammi auglýsinga á fjárhættuspilum, en slíkar auglýsingar frá erlendum fyrirtækjum hafa verið nokkuð áberandi í íslenskum fjölmiðlum að undanförnu.

Í nýlegum hæstaréttardómi um auglýsingu á vefsetri þar sem leika má fjárhættuspil kvað dómurinn að ekki væri hægt að beita ákvæði sem bannar auglýsingar fjárhættuspila gegn erlendum fyrirtækjum af þeirri ástæðu að starfsemin væri ekki rekin hérlendis. Að starfsemin væri ólögleg hér á landi var ekki talið hafa áhrif.

„Markmið ákvæðisins er að banna auglýsingar á hvers konar happdrættis- og verðmálastarfsemi sem hefur ekki tilskilin leyfi samkvæmt happdrættislögum, hvort sem sú starfsemi er innlend eða erlend,“ segir Eyvindur G. Gunnarsson, lögfræðingur og formaður nefndar dómsmálaráðuneytisins. Ljóst sé að miðað við dóminn þjóni ákvæðið ekki því markmiði.

Eyvindur segir að setja verði lög sem auðveldi að framfylgja banni við auglýsingum á happdrættis- og veðmálastarfsemi sem starfar ekki samkvæmt opinberum leyfum hvort sem er hér á landi eða erlendis. Niðurstaða dómsins sé að sérstaklega þurfi að taka á því í lögunum hvar viðkomandi fyrirtæki starfar. Kveður hann að tekið verði tillit til þess við endurskoðun laganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert