Tryggja að lánveitendur séu bundnir af fyrirvörum

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til, að tekið verði fram í frumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave-samningana, að það sé skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni, að Bretar og Hollendingar fallist á þá fyrirvara, sem Alþingi hefur þegar samþykkt.

„Tilgangurinn er að tryggt verði að lánveitendur séu í raun bundnir af fyrirvörunum ef ágreiningur rís um túlkun samninganna. Enn fremur er lagt til að tekið verði fram að lánveitendur viðurkenni að skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta séu háðar sömu fyrirvörum og ríkisábyrgð samkvæmt lögunum. Þetta atriði er mikilvægt til að tryggja að tryggingarsjóðurinn sitji ekki einn eftir með skuldir samkvæmt lánasamningunum ef á fyrirvarana reynir. Ákvæðið á að gera stjórn tryggingarsjóðsins kleift að staðfesta lánasamningana fyrir sitt leyti," segir í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar.

Nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert