Bændur of seinir að lýsa kröfu

Lífeyrissjóður bænda var of seinn að lýsa kröfum í Straum-Burðarás. Upphæðin nemur 23,6 milljónum króna. Jónas Dalberg, framkvæmdastjóri Jökla – verðbréfa, sem sér um mál lífeyrissjóðsins, segir misskilning hafa valdið þessu. Bréf, þar sem sjóðnum var tilkynnt að innlán lífeyrissjóðsins nytu ekki forgangs í kröfuröðinni og því þyrfti að gera kröfu um að fá upphæðina greidda, hafi borist á rangan stað. Því hafi krafan borist of seint. Það verði ekki reynt að fá aðra kröfuhafa til að samþykkja hana.

Komið hefur fram í fréttum að lífeyrissjóðurinn Stapi var of seinn að lýsa fjögurra milljarða króna kröfu í Straum. Í fréttum Sjónvarpsins í gær kom fram að lögmaður á Lögmannsstofunni á Akureyri hefði misskilið auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

Allir kröfuhafar Straums þurfa að samþykkja kröfu Stapa svo hún teljist gild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert