Báturinn strandaði í Múlagöngum

Báturinn víðförli loks kominn til Siglufjarðar.
Báturinn víðförli loks kominn til Siglufjarðar. mynd/siglo.is

Fyrirtækið Siglufjarðar Seigur tók í gær á móti nýjum bátsskrokki en fyrirtækið mun fullklára bátinn. Skrokkurinn er 11,6 metrar á lengd og 3,9 metra breiðu og vegur um 900 kg. Ekki gekk þrautalaust að fá bátinn til Siglufjarðar frá Akureyri.

Fram kemur á vefnum siglo.is, að flytja átti bátinn á vagni í gegnum Múlagöng en þegar til kom strandaði báturinn í göngunum. Tók það um 40 mínútur að komast aftur út úr göngunum með ferlíkið.

Urðu menn að snúa við og og fara yfir Öxnadalsheiðina, síðan yfir Lágheiði inn í Ólafsfjörð og að lokum í gegnum Héðinsfjarðargöng til Siglufjarðar. „Þannig að báturinn er orðinn víðförull á vegum landsins, kannski ekki alveg það sem til stóð!" segir á vefnum

Siglo.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert