Gat ekki fallist á að veita ríkisábyrgð

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson. mbl.is/Ómar

„Ég hef verið þeirrar skoðunar frá upphafi að samningarnir sem gerðir voru 5. júní væru afar slæmir og sú skoðun hefur ekkert breyst. Málið snérist um að veita ríkisábyrgð vegna þessa samnings og á það gat ég ekki fallist,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann greiddi atkvæði gegn icesave-frumvarpinu.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við lokaafgreiðslu frumvarpsins á Alþingi í morgun að Birgi og Árna Johnsen frátöldum, sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. „Ég studdi auðvitað þær breytingartillögur sem lagðar voru fram, vegna þess að þær voru allar augljóslega til þess fallnar að bæta slæmt mál. En við lokaatkvæðagreiðslu lét ég í ljós skoðun mína með þessum hætti,“ segir Birgir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert