Skoða samþykkt Alþingis

Ekki er enn ljóst hvenær lán Norðurlandanna til Íslands verður afgreitt. Tore Eriksen, fulltrúi Noregs í viðræðunefnd Norðurlandanna sem átt hefur í viðræðum við Íslendinga um lánafyrirgreiðsluna, segist vera ánægður með þann áfanga að Alþingi hefur samþykkt Icesave-frumvarpið. 

Eriksen segist þó vilja fá nánari upplýsingar um þær breytingar sem þingið gerði og nýjustu upplýsingar um stöðu málsins áður en hann geti nokkuð sagt til um hvenær lán Norðurlandanna verður afgreitt. Hann kveðst eiga vona á að fá greinargerð um stöðu málsins í hendur fljótlega.

Viðbrögn Breta og Hollendinga hafa verið afar varfærin í dag eftir að Alþingi samþykkti að veita skilyrta ríkisábyrgð vegna Icesave-lánasamninganna. Hollenska blaðið Financieele Dagblad hefur eftir talsmanni fjármálaráðuneytisins þar, að óljóst sé hvaða áhrif hinir mörgu fyrirvarar, sem settir voru við ríkisábyrgðina, muni hafa á samninginn.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert