Vilja taka yfir Frjálsa fjárfestingabankann

Guðmundur Andri Skúlason, rekstrarfræðingur í Kópavogi og íbúðalántaki hjá Frjálsa fjárfestingabankanum, hefur óskað eftir að komast í samband við skuldara bankans í þeim tilgangi að mynda með skuldunautum bankans hóp sem tæki að sér, milliliðalaust, að semja við kröfuhafa bankans. Hann vill með öðrum orðum taka bankann yfir, og tilkynnir þetta á vefsíðu sinni, gandri.wordpress.com.

Guðmundur segist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið mikil viðbrögð, söfnun félaga gangi framar vonum. Kveikjan að þessum áformum var að Guðmundur gekk á fund Frjálsa fjárfestingabankans á dögunum og spurði hvort hann mætti kaupa lánið sitt út fyrir upphaflega fjárhæð, sem var tæpar 20 milljónir króna. Lánið stendur núna í um 50 milljónum króna.

„Mér var sagt að ég gæti þetta ekki þar sem ég væri einstaklingur. Ef ég væri hins vegar fjárfestir þá væri möguleiki fyrir mig að kaupa hluta af lánasafni bankans á verulegum afsláttarkjörum,“ segir Guðmundur Andri, sem síðar talaði við lögfræðing innan bankans sem tjáði honum að fólk væri almennt ekki að fara fram á beinar leiðréttingar á höfuðstól. „Ég tel því að bankinn hafi í raun staðfest það sem ég vissi áður að afskriftir eða leiðréttingar væru vel mögulegar. Það er bara ekki sama hver nýtur þeirra,“ segir hann.

Frjálsi fjárfestingabankinn var í eigu SPRON en var fyrr í sumar settur undir slitastjórn, sem lýst hefur eftir kröfum á hendur bankanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert