Bílakjallarinn við 500 ankeri

Starfsmenn ÍAV koma ankerum fyrir í bílakjallaranum við tónlistarhúsið.
Starfsmenn ÍAV koma ankerum fyrir í bílakjallaranum við tónlistarhúsið. mbl.is/Heiddi

Alls eru 500 ankeri notuð til að halda niðri bílakjallarahúsi við hlið Tónlistar- og ráðstefnuhússins á hafnarbakkanum í Reykjavík. Holur eru boraðar í bergið og ankerin, sem eru ýmist ellefu eða sautján metra há, síðan steypt niður og hert föst.

Ankerin eru nauðsynleg til þess að byggingin fljóti ekki upp þar sem undir kjallaranum mun gæta sjávarfalla. Kostnaður við ankerin er áætlaður yfir 200 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert