Kornskurður hafinn hjá sunnlenskum bændum

Þreskivélin bruddi í sig kornið á ökrunum í Bryðjuholti í …
Þreskivélin bruddi í sig kornið á ökrunum í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi. Í baksýn sést í Hvítá og Biskupstungurnar. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Kornskurður hófst í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi í gær. Skorið var korn á sex hekturum í gær en alls eru byggakrarnir í Bryðjuholti sextán hektarar.

„Uppskeran er alveg þokkaleg en engin ofuruppskera,“ sagði Samúel U. Eyjólfsson, bóndi í Bryðjuholti. Hann sagði að aðeins hefði verið byrjað að tínast af korninu. Það er notað til fóðurs fyrir kýrnar á bænum.

Þetta var fyrsta kornuppskeran í Hrunamannahreppi í haust en kornskurður mun hafa byrjað undir Eyjafjöllum fyrir nokkrum dögum. Samúel sagði að kornið sem skorið var í gær hefði þótt of blautt svo ekki hefði gengið nógu vel að valsa það. Þess vegna hefði verið ákveðið að bíða með að skera upp af tíu hekturum þar til kornið yrði orðið þurrara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert