Seðlabankinn hefur fleiri tæki en bara stýrivexti

Enn er hart deilt um hvort og hve hratt eigi …
Enn er hart deilt um hvort og hve hratt eigi að lækka stýrivexti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þegar kemur að því að halda verðbólgu í skefjum til lengri tíma er alger frumforsenda að stjórnvöld passi sig og haldi jafnvægi milli tekna og útgjalda ríkissjóðs, að sögn Jóns Steinssonar, hagfræðings við Columbia-háskóla.

Í grein, sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni, kynnti Jón þá hugmynd að í stað verðbólgumarkmiðs ætti Seðlabankinn að taka upp svokallað verðlagsmarkmið. Segir hann í greininni að tillagan miði að því að gera stefnu bankans enn strangari en hún hefur verið.

„Vissulega hefur ekki gengið sem skyldi að ná verðbólgumarkmiðum Seðlabankans undanfarið, en ég tel að bankinn hafi ekki beitt öllum þeim tækjum sem hann býr yfir. Hefði hann t.d. betur getað heft mikinn vöxt bankakerfisins með því að gera ríkari kröfur um eiginfjárhlutfall, lausafjárhlutfall og hækkaða bindiskyldu.“

Í grunninn segir Jón að vandinn sé traust. Traust á efnahagskerfinu og á Seðlabankanum. „Óhjákvæmilegt er að stundum þurfi Seðlabankinn að hækka vexti og grípa til annarra harðra aðgerða til að ná niður verðbólgu. Við þær aðstæður skiptir máli að bankinn þurfi ekki að eiga í deilum við stjórnvöld. Í Bandaríkjunum er t.d. mjög sterk hefð fyrir því að talsmenn ríkisstjórnarinnar gagnrýni aldrei seðlabankann fyrir of háa stýrivexti.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert