„Þetta er búið spil“

Gamli fiskmarkaðurinn í Grundarfirði brennur
Gamli fiskmarkaðurinn í Grundarfirði brennur mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Pétur Erlingsson, smábátasjómaður á Grundarfirði, missti öll veiðarfæri sín í eldsvoða í gamla fiskmarkaðnum við Sólvelli aðfaranótt laugardags. „Ég er dauður,“ segir hann. „Ég er á leigumarkaðnum og þetta er búið spil.“

Slökkvistarfi lauk um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags. Slökkviliðum af Snæfellsnesi tókst að koma í veg fyrir að eldur bærist í steinsteypta hlutann og bjarga fellihýsi og bíl, sem voru í geymsluhúsnæðinu, en sambyggð stálgrindarhús hreinlega lögðust niður í eldinum.

Tveir smábátasjómenn misstu öll sín veiðarfæri í brunanum. Pétur segir að veiðarfæri, eins og hann átti, kosti ný að minnsta kosti 10 milljónir króna, en hann hafi byggt upp lager á nýliðnum fjórum til fimm árum.

Pétur segist ekki vita hvað nú taki við hjá honum. „Þetta var punkturinn yfir i-ið,“ segir hann. „Ég hef verið að berjast í tvö ár og nú er þetta búið. Ég held að ég sé ekki einu sinni tryggður fyrir þessu tjóni, en veit það samt ekki fyrir víst.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert