Árás í Breiðholti

Ráðist var á ungan mann í Jafnaseli í Breiðholti í fyrrakvöld. Árásarmennirnir voru tveir og töldu sjónarvottar sig sjá hnífi beitt í átökunum. Var því mikill viðbúnaður vegna málsins. Meintur hnífur fannst þó aldrei.

Fjöldi lögreglumanna fór á vettvang, meðal annars sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra. Raunar voru árásarmennirnir ekki á því að hætta þótt lögregla væri komin á staðinn og kom því til átaka.

Eftir að mennirnir höfðu verið yfirbugaðir og handteknir voru þeir fluttir í fangageymslu og yfirheyrðir á sunnudagsmorgun. Í kjölfarið var þeim sleppt.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru árásarmennirnir hinir sömu og réðust inn á heimili gullsmiðs við Barðaströnd á Seltjarnarnesi í vor. Þar héldu þeir húsráðanda föngnum og misþyrmdu honum auk þess að ræna skartgripum í hans eigu. Þá tengjast þeir fleiri afbrotum sem framin hafa verið á síðustu mánuðum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert