EM: Reynslunni ríkari

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilaði í gær sinn síðasta leik í úrslitakeppni Evrópumótsins í fótbolta í Finnlandi og tapaði þar naumlega fyrir heims- og Evrópumeisturunum frá Þýskalandi. Stelpunum okkar tókst því ekki að krækja í stig í baráttu við þrjú af bestu landsliðum Evrópu en þær stóðu uppi í hárinu á þeim öllum og hefðu með smá heppni getað náð stigi af þýsku stálkonunum.

Landsliðskonurnar eru allar staðráðnar í því að komast sem fyrst aftur á stórmót og næst einbeita þær sér að leikjum í undankeppni heimsmeistaramótsins en strax þann 17. september taka þær á móti liði Eistlands á Laugardalsvellinum. Þær báru höfuðið hátt í leikslok í gær ásamt þjálfara sínum og halda í dag heim á leið, reynslunni ríkari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert