Erlend fyrirtæki komi að uppbyggingunni

Alcan í Straumsvík
Alcan í Straumsvík mbl.is/Ómar

Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segist vilja skoða aðkomu erlendra fyrirtækja hér á landi að uppbyggingu efnahagsins.

Tekjuskattur á erlend fyrirtæki hafi verið lækkaður umtalsvert fyrir nokkrum árum en nú sé spurning hvort ekki þurfi að hækka hann eitthvað aftur og fyrirtækin erlendu komi á þann hátt að uppbyggingu íslensks efnahags. Var það fréttastofa RÚV sem skýrði frá þessu.

Gísli sagðist ekki óttast að fyrirtækin myndu flæmast á brott þótt skattar hækkuðu eitthvað, skattaumhverfið yrði þeim samt sem áður mjög hagstætt. Leit hann þar einkum til álfyrirtækjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert