Fjölgun fer illa með niðurskurði

Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, telur fjölgun nema gefa tilefni til …
Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, telur fjölgun nema gefa tilefni til að endurskoða lög um skólann og takmarka fjölda stúdenta mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Umsóknum um nám í Háskóla Íslands fjölgaði um 20% miðað við sama tíma í fyrra. Hlutfallslega er fjölgunin mest í hjúkrunarfræðideild, en þar fjölgaði nemendum um 149,4% á milli ára. Í líf- og umhverfisvísindadeild nam fjölgunin 104% og 85,5%.

Háskólarnir í Reykjavík og á Bifröst hafa einnig bætt við sig nemendum, þótt skólunum beri ekki, líkt og HÍ, að taka við þeim nemendum sem hafa réttindi til að stunda nám á háskólastigi.

Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, telur fjölgunina gefa tilefni til að endurskoða lög um skólann og takmarka fjölda stúdenta, ekki síst í ljósi þess að skera á niður um 8,5% á háskólastiginu á næsta ári.

Ítarlega er fjallað um háskólastigið á Íslandi í úttekt Orra Páls Ormarssonar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert