Ljósadýrð í Reykjanesbæ

Frá flugeldasýningunni á Ljósanótt í kvöld
Frá flugeldasýningunni á Ljósanótt í kvöld Víkurfréttir

Á bilinu 40-50 þúsund manns voru á hátíðarsvæði Ljósanætur í Reykjanesbæ og fylgdust með flugeldasýningu á ellefta tímanum í kvöld. Var sýningin í umsjón björgunarsveitarinnar Suðurnes. Hefur umferð gengið greiðlega frá hátíðarsvæðinu í kvöld, að því er segir á vef Víkurfrétta.

Þar kemur fram að tónlistarmenn hafi flutt lög úr tónlistararfi Keflavíkurpopparanna sem mörkuðu spor í íslenska tónlistasögu á öndverðum sjöunda áratugnum.

Tónlistardagskránni lauk með Ljósanæturlaginu í ár, „Ég sá ljósið, sem tileinkað er minningu Rúnars Júlíussonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert